,

SOUTH HÁRSÁPA

2,890 kr. N/A

Dygo

HÁRSÁPA MEÐ APPELSÍNU OG MÖNDLU OLÍU

Hentar best fyrir þurrt og krullað hár.

Dygo hársápustykkin hafa nokkuð sveitalegt útlit og eru stútfull af plöntudufti og leirum. Hugmyndin að baki hársápustykkjana er að sameina forna þekkingu með nútímalegri nálgun á snyrtivörum. Val á flestum hráefnum er innblásið útfrá landfræðilegum áttum, horft frá Evrópu. Þannig koma nöfnin til á hársápu stykkjunum líkt og áttirnar norður, vestur, suður og austur.

Availability: 5 in stock

SKU: 79137877 Categories: , Tags: , , , ,

HÁRSÁPA MEÐ APPELSÍNU OG MÖNDLU OLÍU

Hentar best fyrir þurrt og krullað hár.

pH-gildi 5-5,5

Þyngd um 85g

Dygo hársápustykkin hafa nokkuð sveitalegt útlit og eru stútfull af plöntudufti og leirum. Hugmyndin að baki hársápustykkjana er að sameina forna þekkingu með nútímalegri nálgun á snyrtivörum. Val á flestum hráefnum er innblásið útfrá landfræðilegum áttum, horft frá Evrópu. Þannig koma nöfnin til á hársápustykkjunum líkt og áttirnar norður, vestur, suður og austur.

South (Suður) hársápustykkið er stútfullt af Ayurvedic appelsínudufti, sem gefur hárinu gljáa, mýkt og sveigjanleika. Marshmallow rótarduft sem mýkir, verndar og kemur í veg fyrir að hárið flækist. Annatto fræduft er náttúrulegt litarefni sem gefur hársápustykkinu skær appelsínugulan lit.

Samvirku efnin í sætu möndlu- og laxerolíu nærir þreytt og þurrt hárið. Möndluolían kemur beint frá möndlubúi í Comunidad de Valencia á Spáni, möndluolían verndar og gefur hárinu glans. Laxerolían veitir hárinu næringu og lag sem verndar hárið.

Ilmurinn af South (suður) hársápustykkinu leiðir hugann til suðurs þar sem sólin þroskar appelsínurnar. Ilmurinn er frískandi, örlítið blómstrandi, með sólríkri blönda af sætum appelsínum, palmarosa, litsea cubeba/may chang og rósar geranium.

MEIRA UM VÖRUNA

Engin þörf er á súr skolun eða annarskonar hreinsi aðferð er nauðsynleg þegar skipt er yfir í Dygo hársápustykkin.

Hársápustykkið ætti að endast meira en 60 þvotta.

Hvert hársápustykki er vandlega handgert í heimastúdíói Dygo, þannig að hvert stykki hefur sína einstöku lögun, lit og ilm.

Umbúðir eru úr endurvinnanlegum pappír sem má fara í moltu, endurunnum pappír með fræjum sem má planta í mold og 100% bómullarþræði sem er saumaður í sem innsigli.

Svo hársápustykkin endast sem lengst er best að geyma þær á þurrum stað, eða þar sem vatn rennur ekki á þær.

Dygo hársápustykkin eru samsett með því að nota SCI (Sodium Cocoyl Isethionate) sem er eitt mildasta náttúrulega pálmaolíu fría yfirborðsvirka efnið úr kókoshnetu. Kókosolían er náttúrulega lág í pH fyrir hár, sem gerir olíuna fullkomna fyrir umhirðu hársins. Kókosolían er einnig mjög mild og hjálpar til við að hreinsa hárið vandlega og freyðir mjög vel. SCI er algjörlega lífbrjótanlegt.

Til að koma jafnvægi á samsetninguna er plöntum bætt við, plöntum sem hafa langa hefð fyrir að vera notaðar í hárumhirðu. Plöntu eins og Hrossagauk/Horsetail (Equisetum arvense) sem styrkir hárið og hefur verið notað til að örva hárvöxt vegna mikils kísilinnihalds.

Natríumbensóat og kalíumsorbat eru náttúrulega rotvarnarefni, sem eru nauðsynleg fyrir sápurnar til að vera þær gegn myglu. Rotvarnarefnin er algjörlega laus við pálmaolíu og eru byggð á plöntum (plant-based).

Maíssterkja og agar-agar (náttúrulegir þörungar) hjálpa til við að binda duftin saman og bæta við næraandi eiginleikum.

Virk hárnæringarefni eins og hrísgrjónaprótein, grænmetisglýserín og panthenól, vernda, gefa glans og næra hárið.

Öll auka innihaldsefni eru náttúruleg (plant-based og steinefni). Sápu- og hársápustykkin innihalda EKKI pálmaolíu, dýrafitu, gervi liti eða tilbúna/gervi ilmi.

ATHUGIÐ:
Eingöngu til ytri notkunar. Ef erting kemur fram skal hætta notkun. Forðist augnsnertingu.
Mælt er með að prufa sápuna á smá blett á húðinni áður en byrjað er að nota sápuna ef þú ert með mjög viðkvæma húð.