Loofah diskur

250 kr. N/A

1 stk, Stærð 5-6 cm

Loofah svampurinn er mildur skrúbbur fyrir líkamann, hann örvar blóðrásina og endurnærir húðina. Hann er einnig tilvalinn fyrir uppvaskið og sem léttur skrúbbur fyrir önnur heimilis þrif.

Availability: 200 in stock

SKU: 146653373 Category:

Loofah er náttúrulegur svampur sem unninn er úr þroskuðum ávexti Loofah plöntunnar, eftir að blómið á plöntunni hefur blómstarar verður til ávöxtur sem líkist einna helst gúrku eða kúrbít. Þegar ávöxturinn hefur þroskast er hann skorinn af plöntunni og þurrkaður í ca 6 mánuði. Síðan er þurrkaður ávöxturinn lagður í bleyti, hann afhýddur, fræ fjarlægð, hann síðan þurrkarður aftur og svo sneiddur niður eða mótaður á ýmsan hátt.

Hægt er að nota Loofha sneiðarnar á ýmsa vegu og eru sneiðarnar frábærar sem t.d. sápudiskar, svampurinn dregur í sig sápun sem lekur niður og þá fer ekki eins mikil sápa til spillis. Hægt er að nota sápuna sem safnast saman t.d. fyrir uppvaskið, þrif á eldavélinni  ofl. þrif í eldhúsinu eða í baðherberginu.

Loofah svampurinn er mildur skrúbbur fyrir líkamann, hann örvar blóðrásina og endurnærir húðina. Hann er einnig tilvalinn fyrir uppvaskið og sem léttur skrúbbur fyrir önnur heimilis þrif.

Því lengur sem svampurinn situr blautur því meira rýrnar hann, notaðu þurrt handklæði til að vinda sem mesta rakann út og leyfðu honum að þorna vel á milli notkunnar. Skiptið út á 3-4 vikna fresti til að koma í veg fyrir að bakteríur safnist upp í svampinum.